Opinn dagur hjá Ósmann

Skotfélagið Ósmann stóð að venju fyrir opnum degi á skotsvæðinu þann 1. maí. Þrátt fyrir kulda og dálitla ofankomu var fjölmenni á svæðinu þegar blaðamann Feykis bar að garði. Gestum var boðið að gæða sér á kjötsúpu og hangikjötssalati áður en haldið var á skotvellina. Þar gátu nýliðar, undir leiðsögn reyndra skytta, reynt fimi sína með haglabyssur, riffla og boga. 

Skotfélagið Ósmann var stofnað 8. maí 1991. Aðstaða félagsins er í landi Meyjarlands á Reykjaströnd og er hún með því besta og snyrtilegasta sem þekkist hjá skotfélögum á landsvísu. Völlurinn er opinn öllum yfir sumartímann en auk rekstrarins á vellinum stendur félagið fyrir fjölskyldudegi, æfingum, námskeiðum, veiðisögukvöldum og villibráðarkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir