Opinn dagur á Syðstu-Grund 10. ágúst

Frá Syðstu-Grund en þar á eftir að klára nokkur handtök. MYND AF FACEBOOK
Frá Syðstu-Grund en þar á eftir að klára nokkur handtök. MYND AF FACEBOOK

Ertu forvitin/n um torf og byggingu torfhúsa? Langar þig að prófa að setja þak á torfhús? Sumarið 2023 var haldið torfhleðslunámskeið á Syðstu-Grund þar sem veggir gömlu útihúsanna voru hlaðnir upp. Þann 10. ágúst næstkomandi er ætlunin að ljúka verkinu, lagfæra grind og þekja yfir.

Af því tilefni býður Fornvekaskólinn öllum áhugasömum að mæta á opinn dag á Syðstu-Grund milli kl. 9-17 og taka þátt í þakgerðinni, skoða, spjalla og fræðast um torfhleðslu. Verkið þarfnast engrar fyrri reynslu, aðeins klæðnaðar eftir veðri (góða vinnuhanska ef ætlunin er að taka þátt) og góða skapið. Léttar kaffiveitingar verða í boði og allir velkomnir.

Þeir sem vilja taka þátt eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á viðburðinn á Facebook >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir