Opið hús í Siglingaklúbbnum í kvöld

Opið hús verður hjá Siglingaklúbbnum á Sauðárkróki í kvöld og hefst fjörið um klukkan hálf átta að staðartíma. Að sögn félaga verður gestum boðið að prófa bæði árabáta og seglabáta og er því um að gera fyrir áhugasama siglingarmenn að mæta á við Suðurgarðinn í kvöld og fá að prófa undir leiðsögn reyndari manna. Verður leikurinn endurtekinn öll þriðjudagskvöld í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir