Opið hús í Nesi

Það verður opið hús hjá Nesi listamiðstöð í dag milli 16 og 18 að Fjörubraut 8 Skagaströnd. Listamenn mánaðarins munu sýna afrakstur vinnu sinnar og spjalla við gesti og gangandi um það sem á daga þeirra hefur drifið.

Klukkan 18 mun rithöfundurinn Maja Lucas frá Danmörku lesa brot úr verkum sýnum í Kaffi Bjarmanesi. Við hvetjum alla til að kíkja í heimsókn í sólinni.

Listamenn mánaðarins eru:

  • Maja Lucas                          Danmörk        rithöfundur
  • Peter Möller                         Þýskaland      innsetningar og gjörningar
  • Jared Betts                           Kanada           listmálari
  • Julia Sossinska                     Þýskaland      listmálari
  • Sharon Beth Dowell             Bandaríkin     listmálari
  • Unnur Knudsen                    Ísland              textíllistamaður
  • Catelin Mathers-Suter           Bandaríkin     listmálari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir