Opið hús á laugardag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.02.2009
kl. 08.54
Síðast liðinn mánuð hafa sjö listamenn dvalið í Nes listamiðstöð. Listamennirnir koma frá fjórum þjóðlöndum og ætla á laugardag að bjóða íbúum á Skagaströnd og nágrenni upp á opið hús í Nesi.
Nes listamiðstöð mun verða gestum og gangandi galopin frá klukkan 13 og geta gestir fylgst með verkum listamannanna bæði þeim sem er lokið og eins því sem unnið er að.
Þá munu listamennirnir sjálfir vera með stuttar kynningar á verkefnum sínum. Verði veður hagstætt ætlar Ben Kinsley að vera með myndatöku og biður hann um sjálfboðaliða sem gætu þurft að vera í búningum eða halda á öðrum leikmunum.
Nú er um að gera að mæta í Nes listamiðstöð og taka þátt í skemmtilegri dagskrá.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.