Opið golfmót mót á Sauðárkróki á laugardag

Laugardaginn 24. júlí 2010 verður haldið hið árlega  Opna  Hlíðarkaupsmót á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Spáð er hægum austan andvara og 19 stiga hita. Það er því upplagt að skella sér á Krókinn í golf á Hlíðarenda, sem kunnáttumenn segja að sé einn besti 9 holu völlur á landinu.

Keppt er í einum opnum flokki með punktafyrirkomulagi. Ræst verður út af öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að mæta tímalega. Verðlaun verða veitt fyrir 5 fyrstu sætin og nándarverðlaun á par 3 brautunum 3/12 og 6/15. Veitingar í skála að loknu móti innifaldar í mótsgjaldi sem 2.500 kr.
Skráning á golf.is, í Golfskálanum í síma 453 5075, hjá Gunnari í  897 54 85 eða sandholt@skagafjordur.is,  til kl. 17. á föstudag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir