Óli Barðdal tekur við drengjaflokknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.02.2009
kl. 15.15
Samkomulag hefur náðst við Óla Barðdal um að hann taki við þjálfun drengjaflokks Tindastóls í körfubolta út febrúarmánuð. Þjálfaramál drengjanna hafa verið í mikilli óvissu síðan Rafael Silva hélt af landi brott fyrir áramót.
Óli tekur við af Axel Kárasyni sem þjálfaði þá í janúar en hvað tekur við eftir febrúarmánuð er óráðið. Drengjaflokkurinn á eina keppnisferð í febrúar, 21. verður leikur í Borgarnesi og 22.febrúar verður leikur í Keflavík.
Frestaðir leikir strákanna síðan í janúar verða trúlega leiknir í mars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.