Ólafur á Mælifelli les Passíusálmana í 9. skiptið.

Á pálmasunnudag ætlar séra Ólafur Hallgrímsson fráfarandi prestur á Mælifelli að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Lesið verður í Mælifellskirkju og hefst lesturinn kl. 13.30 og mun líklega standa fram yfir kvöldmat.

 –Það verða gerð smá hlé eftir þriðja hvert vers og eitt langt um miðjan lestur og þá verður þeim boðið upp á kaffi sem þá verða viðstaddir lesturinn, segir Ólafur. Þetta er í 8. skiptið sem Ólafur les Passíusálmana í Mælifellskirkju en í fyrravetur las hann þá í Ríkisútvarpinu. Að sögn Ólafs eiga Passíusálmarnir erindi við fólk á öllum tímum, ekki síður nú í efnahagshruninu en á sautjándu öld þegar þeir voru samdir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir