Óhróður á fjölmenningarkvöldi
feykir.is
Skagafjörður
16.02.2009
kl. 08.00
A4 blaði með fyrirsögninn,i -Fjölmenning er þjóðarmorð, var dreift bifreiðar þeirra sem á föstudagskvöld sóttu fjölmenningarkvöld í Húsi frítímans. Síðan kom ljótur texti og neðst á blaðinu stóð -Alþjóðahyggja er menningarsjálfsmorð dulbúið sem "framþróun" og "frelsi" Ísland fyrir Íslendinga.
Það var Frístundasvið Skagafjarðar ásamt Rauða Kross félaginu sem stóð fyfir kvöldinu og var öllum íbúum Skagafjaðar boðið að koma á alþjóðakvöld þar sem allar þjóðir koma saman. Boðið var upp á mat, tónlist, myndir og bæklinga með það að markmiðið að kynnast fulltrúum þeirra þjóða sem í Skagafirði búa. Það er ljóst að dreifibréfin settu ljótan blett á annars vel heppnað kvöld.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.