Ógreidd æfingagjöld
Unglingaráð körfuboltans hjá Tindastól er nú að fara af stað með lokasprettinn í innheimtu æfingagjalda. Töluvert er ennþá útistandandi af æfingagjöldum.
Unglingaráð hefur ekki sýnt hörku í innheimtu æfingagjalda í vetur en nauðsynlegt er að klára innheimtuna núna til að loka rekstrarárinu.
Þeir sem enn eiga eftir að greiða æfingagjöld geta gert það með því að leggja inn á reikning unglingaráðs í Sparisjóði Skagafjarðar; 1125 - 26 - 390, kt. 690390-1169.
Míkróbolti greiðir 15.000 í æfingagjöld, 3. 4. 5. og 6. bekkur drengja greiðir 25.000, en stúlkurnar 17.500 vegna stúlknaátak.
7. flokkur drengja og upp úr greiða 30.000 en stúlkurnar 21.000 vegna stúlknaátaks.
Hægt er að skipta greiðslunum á kreditkort allt að fjórum greiðslum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.