Ögmundur tekur ákvörðun fyrir vikulok

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.

Ögmundur Jónasson átti að sögn Jóns Bjarnasonar góðan fund með heimamönnum á Blönduósi og á Sauðárkróki í gær um framtíð heilbrigðisstofnanna á svæðinu. Jón segir að engar breytingar eigi sér stað þann 1. mars líkt og áður hefi verið boðað og að Ögmundur hafi sagt að engar breytingar yrðu gerðar á rekstri stofnananna nema með góðu samráði og í samvinnu við heimafólk.

-Ögmundur verður í dag á ferðinni um Norðurland eystra þar sem hann mun funda með heilbrigðisfólki þar. Hann mun síðan í framhaldinu gefa skýrslu í þinginu og greina frá því hvað hann hyggst gera í þessum málum, segir Jón Bjarnason þingmaður VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir