Ögmundur á leið til fundar við heimamenn

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, er nú á leið norður yfir heiðar þar sem hann hyggst funda með heimamönnum á Blönduósi og Sauðárkróki um framtíð heilbrigðisstofnanna á Norðurlandi vestra.

Jón Bjarnason, þingflokksformaður vinstri grænna, sagði í viðtali við Feyki.is þegar ný ríkisstjórn tók við að umdeildri ákvörðun Guðlaugs Þórs fyrrum heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnanna á Blönduósi og Sauðárkróki við Akureyri yrði snúið til baka.

Ekki er vitað hvort Jón var þarna að tala um að stofnunirnar tvær yrðu engu að síður sameinaðar eða hvort snúið yrði alla leið til þess tíma að þær yrðu reknar sitt í hvoru lagi.

Samkvæmt heimildum Feykis.is er Jón með Ögmundi og munu þeir funda með heimamönnum á Blönduósi nú eftir hádegið og á Sauðárkróki síðdegis.

Ekki náðist í Jón Bjarnason við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir