Öflug útgáfustarfsemi hjá Sögufélagi Skagfirðinga
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
22.11.2016
kl. 15.00
Frá vinstri: Sigfús Ingi, Sigríður, Kári, Hjalti og Sigríður. Á myndina vantar Unnar Ingvarssonar. Mynd: Bærinn undir Nöfunum.
Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga var haldinn á sunnudaginn. Að sögn Hjalta Pálssonar komu út tvær bækur á vegum félagsins á árinu 2015, annars vegar Skagfirðingabók og hins vegar Dagar handan við dægrin eftir Sölva Sveinsson, sem Hjalti segir að hafi hlotið mjög góðar viðtökur.
Í stjórn Sögufélagsins eru, auk Hjalta, Sigfús Ingi Sigurðsson, Sigríður Þorgrímsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Unnar Ingvarsson. Kári Sveinsson sér um bókhald fyrir félagið.
Hjalti segir að næsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar komi út á næsta ári en ekki sé ljóst hvenær næsta bindi Skagfirskra æviskráa verði gefið út.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.