Óbreytt rekstrarform á Heilbrigðisstofnunum á Nv-landi

Ögmundur Jónasson hefur ákveðið að slá út af borðinu áform Guðlaugs Þórs, fyrrverandi heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi undir eina yfirstjórn. Ögmundur fundaði með sveitarstjórnarmönnum og framkvæmdastjórn HS fyrr í vikunni og gerði grein fyrir þessu og starfar því að HS áfram í óbreyttri mynd.

Hvort heilbrigðisráðherra hafi tekið undir óskir Skagfirðinga um að yfirtaka reksturinn, sagði Gunnar Bragi Sveinsson formaður byggðarás Skagafjarðar að farið yrði betur yfir málin á næstu vikum og ekkert yrði gert af hálfu ráðuneytisins án samráðs við heimamenn.
Sameining heilbrigðisstofnanna á Blönduósi og Sauðárkróki virðist ekki vera á dagskrá en Ögmundur Jónasson hefur sagt að ákveðið sé að sameina heilbrigðisstofnanir í Eyjafirði en engin ákvörðun hefur verið tekin um aðrar sameiningar á Norðurlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir