Óbreytt ástand hjá Sparisjóð Skagafjarðar

Það vakti athygli að Afl Sparisjóður, móðurfélag Sparisjóðs Skagafjarðar, var ekki í upptalningu þeirra sparisjóða sem ríkið hyggst koma til bjargar. 

 

-Ein skýring á því gæti verið sú að ríkið hyggst koma inn í rekstur Sparisjóðs Mýrarsýslu sem á stærstan hlut í Afli Sparisjóð. Hin skýringin gæti verið að Afl Sparisjóður er vel rekið fyrirtæki og hefur ekki sótt um styrk til ríkisins, segir Kristján Snorrason, sparisjóðsstjóri á Sauðárkróki. 

 

Aðspurður segir Kristján að atburðir laugardagsins komi ekki til með að hafa bein áhrif á rekstur Sparisjóða Skagafjarðar því sjóðurinn hafi ekki átt nema mjög lítinn hlut í Sparisjóðabankanum. -Það er óbreytt ástand hjá okkur enda rekstur sjóðsins í eins góðu lagi og hægt er, segir Kristján .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir