Nýtt pílukastfélag stofnað í Skagafirði
Á dögunum var Pílukastfélag Skagafjarðar stofnað en nokkrir strákar hafa verið að hittast í haust og kasta saman pílu einu sinni til tvisvar í viku. Boðað hefur verið til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið verður þann 28. desember næstkomandi í aðstöðu félagsins að Borgarteig 7.
Spilað verður í riðlum og svo beinn útsláttur í kjölfarið, segir í tilkynningu en húsið opnar kl 18 og fyrstu leikir hefjast 18:30. Hámarksfjöldi í mótið er 24 og örfá sæti laus síðast þegar fréttist. Sjá HÉR
Ætlunin er að starfsemi félagsins fari á fullt skrið eftir áramót og stefnt á að hægt verði fyrir félaga að hittast tvisvar í viku og einnig er stefnt á opin skemmtimót fyrir einstaklinga og hópa.
Sjá nánar á Facebooksíðu félagsins HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.