Nýtt gámastæði á Skagaströnd

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf hefur gert samning við sveitarfélagið Skagaströnd um byggingu og rekstur gámastæðis, endurvinnslustöðvar, að Vallarbraut 2, Skagaströnd. 

Gámastæðið verður formlega tekið í notkun  fimmtudaginn 29. júlí,  kl. 16:00 og hefur gestum verið boðið að skoða svæðið og þiggja kaffiveitingar þar á staðnum í tilefni opnunarinnar.

Samningurinn tryggir aðgang bæjarbúa að gámastæðinu og íbúar sveitarfélagsins geta komið þangað með allan heimilisúrgang og endurvinnsluefni sér að kostnaðarlausu. Fyrirtæki og stofnanir greiða samkvæmt sérstakri gjaldskrá en flokkað efni til endurvinnslu er í flestum tilvikum gjaldfrjálst. Efni sem hæft er til endurvinnslu er flokkað og baggað til útflutnings á Skagaströnd.

Þetta nýja stæði leysir af hólmi eldra gámastæði og raunar er þess nú skammt að bíða að urðunarstaðnum verði lokað og nýr urðunarstaður að Sölvabakka verði tekinn í notkun.

Má segja að þessar  metnaðarfullu breytingar valdi umbyltingu í þessum málaflokki hjá Skagstrendingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir