Nýr starfsmaður Selaseturs og ferðamáladeildar á Hólum
Per Ake Nilsson var nýlega ráðinn í sameiginlega stöðu Selaseturs Íslands og ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. Hann mun kenna við ferðamáladeildina og sinna rannsóknum á náttúrutengdri ferðaþjónustu hjá Selasetrinu.
Per Ake er fæddur 1941 í Östersund í Svíþjóð og stundaði nám í Háskólanum í Lundi og menntaði sig í sögu og stjórnmálafræði.
Per Ake var kennari í Kiruna en eftir 1978 hefur hann starfað við MidSweden-háskólann í Östersund. Frá 1996 – 2002 fór hann til Danmerkur og var þar í stöðu rannsóknastjóra við Miðstöð fyrir svæðis- og ferðaþjónusturannsóknir. Að Danmerkurdvöl lokinni fór hann aftur til Östersund en var áfram í samstarfi við Bornholm.
Rannsóknarsvið Per Ake hefur verið skipulagsmál og þar hefur hann einkum beint sjónum að svæðisbundnum skipulagsmálum sem tengjast ferðaþjónustu og atferli ferðamanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.