Nýr og glæsilegur Northwest.is
Hannaður hefur verið nýr ferðavefur fyrir Norðurland vestra á slóðinni www.northwest.is Er vefurinn hugsaður sem hinn opinberi ferðaþjónustuvefur fyrir Norðurland vestra en Northwest.is var unnin fyrir Ferðamálasamtök Norðurlands vestra af Northwest Veflausnum ehf.
Vefurinn, sem var unninn í náinni samvinnu við heimafólk, er hinn glæsilegasti og er hann hugsaður fyrir þá sem hyggja á ferðalag um Norðurland vestra. Inni á vefnum er að finna allar upplýsingar um þjónustu og afþreyingu. Þá er hægt að einfaldan hátt að skipuleggja skipulagt ferðalag um svæðið samhliða því að fræðst um þennan áhugaverða og fallega landshluta á skemmtilegan hátt.
Vefhönnuður er Jón Guðmann Jakobsson. Feykir.is óskar Jóni Guðmanni og Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra til hamingju með glæsilegan vef.
Síðuna má finnar Hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.