Nýr meirihluti á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.02.2009
kl. 22.42
Fyrr í kvöld var nýr meirihluti myndaður í bæjarstjórn Blönduóss. Óhætt er að segja að hann sé sterkur en hann skipa allir bæjarfulltrúar nema einn.
Jóna Fanney Friðriksdóttir er eini fulltrúinn í minnihluta en síðasta bæjarstjórn sprakk vegna óánægju hennar með launakjör núverandi bæjarstjóra. Nýja bæjarstjórn skipa þrír fulltrúar E-lista, tveir fulltrúar frá D-lista og einn frá A-lista. Valgarður Hilmarsson E-lista verður áfram forseti bæjarstjórnar en D-listi og Á-listi skipta með sér formennsku í bæjarráði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.