Nýr fjármálastjóri á Hólum

Guðmundur Björn Eyþórsson, 33ja ára gamall Kópavogsbúi tók til starfa sem nýr fjármálastjóri Háskólans á Hólum í lok janúar sl.  Guðmundur kemur til Hóla frá Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði sem fjármálastjóri íslensk-dönsku ferðaskrifstofunnar Hekla Travel A/S til síðustu 3ja ára. Hann er með BSc. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptafræði frá Háskólanum í Kalmar / Baltic Business School. 

Guðmundur hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vesturferða ehf. á Ísafirði og var forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði eftir að hann lauk námi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir