Nýir Skagstrendingar komnir til listsköpunar

Á heimasíðu Skagastrandar segir frá því að nýr mánuður á Skagaströnd færir til bæjarins nýja listamenn en níu listamenn munu dvelja í Nesi listamiðstöð í júlí.

Þeir eru: Maja Lucas, rithöfundur frá Danmörku, Per Johansen, frá Danmörku, Peter Möller, myndlistamaður frá Þýskalandi, Jared Betts, málari frá Kanada, Julia Sossinska, málari frá Þýskalandi, Johannes Mahle, frá Þýskalandi, Sharon Beth Dowell, málari frá Bandaríkjunum, Unnur Knudsen, textíllistaðamaður ogCatelin Mathers-Suter, málari frá Bandaríkjunum

Segir jafnframt á heimasíðunni að tekið sé  fagnandi á móti þessum nýju Skagstrendingum og þær óskir fylgi að þeim muni gagnast dvölin vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir