Ný vefsíða Vaxtarsamnings Nv

Nú hefur ný vefsíða Vaxtarsamnings Norðurlands vestra litið dagsins ljós þar sem hægt er að fræðast um hin ýmsu þarfamál sem Vaxtarsamningurinn kemur að.

 

 

Vaxtarsamningur Norðurlands vestra styrkir margvísleg verkefni sem öll eiga það sammerkt að geta á einhvern hátt komið íbúum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum til góða og er markmið hans að efla atvinnulíf og byggðaþróun á svæðinu.  Áhersluflokkarnir eru tveir, annars vegar menntun og rannsóknir og hins vegar menning og ferðaþjónusta.

 

Fólk er hvatt til að kynna sér starfsemi Vaxtarsamningsins á hinni nýju síðu á www.vnv.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir