Ný vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka tekin í gagnið
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
16.01.2024
kl. 16.18
Vinna við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka til að leysa vatnsskort sem þar hefur ítrekað verið að koma upp hefur staðið yfir frá því í sumar. Í frétt á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að nú hefur vatni loks verið hleypt á lögnina.
„Um er að ræða um 8000 m lögn, 160 mm í þvermál með rennsli upp á 2-3 lítra á sek. Dælt er frá Hvammstanga í forðatank sem annar daglegri notkun á Laugarbakka.
Hönnun lagnarinnar var í höndum Eflu verkfræðistofu, jarðvinnuverktaki var Gunnlaugur Agnar Sigurðsson, aðrir hlutar verksins voru á höndum þjónustumiðstöðvar. Eftirlit með verkinu annaðist Skúli Húnn Hilmarsson hjá Káraborg ehf.“ segir í fréttinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.