Ný stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
28.04.2016
kl. 09.42
Ný stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Frá vinstri: Þórhildur, Evelyn, Máni og Hildur. Mynd: Svanhildur Pálsdóttir.
Aðalfundur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði var haldinn á Lýtingsstöðum síðast liðinn mánudag. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf og urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins.
Þau Svanhildur Pálsdóttir og Steinn L. Sigurðsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en þau hafa setið í stjórn félagsins frá stofnun þess fyrir átta árum. Í þeirra stað komu þær Hildur Þóra Magnúsdóttir og Þórhildur María Jónsdóttir en Evelyn Ýr Kuhne mun áfram sitja í stjórn. Rúnar Máni Gunnarsson var svo kjörinn varamaður í stað Hildar Þóru, sem gegnt hafði því starfi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.