Ný leiktæki við Árskóla
Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir vegna leiktækja við Árskóla á Sauðárkróki en foreldrafélag skólans ásamt drífandi starfsfólki hans stóðu að undirbúningi og fjármögnun tækjanna. Vantar sjálfboðaliða tvö kvöld.
Vönduð leiktæki eru nú komin upp á lóð Árskóla við Skagfirðingabraut en eftir er að leggja þökur og öryggishellur undir tækin. Foreldrafélagið og Lionsmenn ætla að mæta á miðviku- og fimmtudagskvöldið og vinna verkið í sjálfboðavinnu og kvetja foreldra skólabarna og velunnara skólans að koma og leggja hönd á plóg en eins og allir vita vinna margar hendur létt verk.
Edda María Valgarðsdóttir formaður foreldrafélagsins segir að flest öll fyrirtæki í bænum hafi styrkt verkefnið á einhvern hátt og eigi þau miklar þakkir skildar.
Engin leiktæki sem heitið getur hafa verið við skólann svo þetta er kærkomið á lóðina og allir hvattir til að taka fram vinnugallann og mæta næstu tvö kvöld og leggja verkefninu lið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.