Ný endurvinnslustöð tekin í notkun í gær

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf. opnaði í gær nýja endurvinnslustöð að Efstubraut á Blönduósi en þar verður tekið á móti öllu sorpi öðru en sorpi til urðunar.

Þar má telja m.a. timbur, málma, garðaúrgang, pappa, hjólbarða og rafgeyma. Opnunartími stöðvarinnar er mánudaga og miðvikudaga á milli kl. 16:00 – 18:00 og laugardaga á milli kl. 13:00 – 17:00.

Tilkoma endurvinnslustöðvarinnar er m.a. vegna þess að sífellt meira sorpmagn fellur til á ári hverju og meiri fjármunum er varið í sorphirðu og sorpurðun. Með þetta að leiðarljósi var ákveðið á árinu 2009 að gera breytingar á sorpmálum á Blönduósi. Í samstarfi við Sorphreinsun VH ehf. Er nú boðið upp á svokallaða endurvinnslutunnu. Tunnurnar á heimilinu eru því tvær, önnur fyrir óflokkaðan úrgang og hin fyrir það sem á að fara til endurvinnslu.

Jafnframt verður tekið í notkun á árinu nýtt urðunarsvæði við Sölvabakka þar sem mjög vönduðum urðunaraðferðum verður beitt. Með tilkomu urðunar á Sölvabakka mun urðun í Draugagili heyra sögunni til.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir