Nú er tímabært að fara að sá sumarblómum

Gott er að stinga fræbréfinu í endann á bakkanum svo hægt sé að þekkja hvaða tegund er í hvaða bakka en misjanft er milli tegunda hversu hratt þær spíra.

Þeir sem hafa hug á því að sá sumarblómum þetta árið ættu að nota helgina í að byrja enda er mælt með því að sáning blómanna fari fram í febrúar.

Blómafræ fást í helstu blómabúðum, svo og sáðmold og bakkar. Það að sá eigin blómum er ekki eins flókið og ætla mætti og munum við næstu vikurnar fara skref fyrir skref yfir þá þætti sem hafa ber í huga.

Stingið göt í álið og geymið pakkana á hlýjum stað. Við komum okkar fyrir á straubretti við miðstöðvargrindina og komum ljósi fyrir það fyrir ofan.

1. skrefið er að velja sér fræ og hefjast handa. Setjið mold í bakkann, vökvið, og síðan er fræunum stráð yfir. Minni fræi á stærð við sykurkorn eða minni þarf ekki að þekja með mold.  Okkar aðferð er að setja álpappír yfir pakkann og stinga í hann loftgöt og koma bökkunum síðan fyrir á hlýjum stað.
Ákjósanlegur spírunarhiti er oftast um 18-22°C.
Sáðbakkana skal hafa í góðri birtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir