Nú er frost á fróni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2009
kl. 08.27
Já það virðist lítið lát ætla að verða á frostinu og því um að gera að halda áfram að klæða sig vel. Spáin gerir ráð fyrir austlægri átt skýjuðu að mestu og stöku élum á annesjum. Frost verður á bilinu 1 - 10 stig kaldast inn til landsins.
Á morgun er gert ráð fyrir fremur hægri norðlægri átt og yfirleitt léttskýjuðu veðri en dálítil él við norður- og austurströndina. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.