Nota 60 ára gamla búninga á sumardaginn fyrsta

Vetur konungur og Sumardísin ásamt fríðu föruneyti á Hvammstanga. Mynd: Norðanátt.
Vetur konungur og Sumardísin ásamt fríðu föruneyti á Hvammstanga. Mynd: Norðanátt.

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sl. fimmtudag með hefðbundnum hætti. Vel viðraði til skrúðgöngu en það eru Sumardísin og Vetur konungur sem leiða skrúðgönguna á Hvammstanga, samkvæmt 60 ára gamalli hefð. Af því tilefni sló blaðamaður Feykis á þráðinn til Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu), sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum og er ein þriggja kvenna sem saumuðu búninga sem notaðir hafa verið frá upphafi.

„Það voru hérna læknishjón og ljósmóðir sem voru mjög áhugasöm um að fegra í kringum sjúkrahúsið og ég gekk í lið með þessum tveimur konum, Huldu Tryggvadóttur og Magneu Guðnadóttur, og við saumuðum búningana,“ segir Lilla aðspurð um upphafið að þessum sérstöku hátíðarhöldum á Hvammstanga, sem fyrst var efnt til árið 1957. Spjallað er við Lillu í 16. tölublaði Feykis sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir