Noregskonungur í laxveiði í Vatnsdal

Haraldur fimmti Noregskonungur kemur til landsins í næstu viku og heldur til laxveiða í Vatnsdalsá í Húnaþingi, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins. Heimsóknin til landsins er óformleg og veiðin í boði vinar konungsins.

Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Pétur segir að þetta sé hópur af körlum sem séu aldavinir og þetta verði slík karlaferð. Sonja Noregsdrottning verður því ekki með í för og reyndar engir aðrir konungbornir gestir, að sögn Péturs.

Samkvæmt DV var Eric Clapton við veiðar í Vatnsdalsá fyrir skömmu.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir