Norðanpaunk 2016 - Fréttatilkynning
Árlegt ættarmót pönkara verður haldið á Laugarbakka verslunarmannahelgina 2016 dagana 29. til 31. júlí. Skráning á ættarmótið fer aðeins fram á heimasíðu félags áhugamanna um Íslenska jaðartónlist:www.nordanpaunk.org (engir miðar við hurð!).
Börn og unglingar með viðeigandi heyrnarvernd, og með tilliti til löglegs útivistartíma, velkomin í fylgd með foreldrum. Auk tónlistaratriða er boðið upp á héraðsmót í blindskák, bakhnerra og hver er fyrstur að sjá hvítabjörn. Veglegir vinningar.
Ættarmótið er D.I.Y., þ.e. ef þú vilt að það gerist, láttu það gerast. Þér er boðið að móta ættarmótið með okkur. Vertu velkomin í fjölskylduna.
Fram koma: GNAW THEIR TONGUES (NL) - MARTYRDÖD (SE) - DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP - FORGARÐUR HELVÍTIS - MISÞYRMING - KÆLAN MIKLA - SEVERED - SINMARA - Q4U - LATISHA´S SKULL DRAWING (USA) - ABOMINOR - ALMYRKVI - ANTIMONY - AUXPAN - BRÁK - CHURCHHOUSE CREEPERS - COLD CELL (CH) - COTTAGING (USA) - DAUÐYFLIN - DULVITUND - DYNFARI - EXTENDED SUICIDE (DK) - GLORYRIDE - GJÖLL - GRAFIR - GRAVE SUPERIOR - GREAT GRIEF - GRODOCK (DE) - HATARI - HEMÚLLINN - IN THE COMPANY OF MEN - KVÖL - MANNVEIRA - MOSI FRÆNDI - OFVITARNIR - PANOS FROM KOMODO - SKELKUR Í BRINGU - URÐUN - VOID ZIZ - WORLD NARCOSIS - ÖRMAGNA.
Special guests: La Poste Di Falcone (DE)
Önnur dagskráratriði birt á upplýsingatöflu við andyrið
Sjálfboðaliðar sendi skilaboð á info@nordanpaunk.org
Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.