Nokkuð um framkvæmdir á Blönduósi í byrjun sumars

Nokkuð er um framkvæmdir á Blönduósi þessa dagana. Hafist hefur verið handa við jarðvegsskipti á Efstubraut 4 en það verður tekið undir gámavöll til móttöku á úrgangi s.s. byggingarefni, garðaúrgangi og almennum úrgangi frá bæjarbúum öðru en lífrænum úrgangi.

 

Ennfremur er fyrirhugað að reka þarna gámaleigu. Hægt er að skoða afstöðumynd á http://www.blonduos.is/gamavollur.pdf. Þá hefur grunnur að nýju einbýlishúsi verið tekinn við Mýrarbraut, nánar tiltekið Mýrarbraut 15. Þar var áður gamla portið við gömlu slökkvistöðina eða gamla áhaldahús Blönduóssbæjar.

 

 

 

Fleira er í gangi á Blönduósi en unnið er við breytingar á húsnæði Mjólkurstöðvarinnar sálugu en þangað flytur inn á næstunni súpuframleiðsla og fleira. Einnig er vinna við nýju sundlaugina á fullu en fyrsta áfanga fer senn að ljúka og næsti tekur við. Einnig er stefnt að því að halda áfram uppsteypu á tröppum fyrir framan Grunnskólann en þeim framkvæmdum var slegið á frest í upphafi kreppunnar s.l. haust. Eflaust er fleira í gangi eða á teikniborðinu en ef svo er væri skemmtilegt að fá fréttir af því á netfangið huni@huni.is. 

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir