Nokkrir aðilar sem ætla í framboð fyrir sjálfstæðisflokkinn

Einar K Guðfinnsson

Á kjördæmisþingi sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi sem haldinn var í Borgarnesi um helgina voru nokkrir aðilar sem lýstu yfir framboði til næstu alþingiskosninga fyrir sjálfstæðisflokkinn. Einar K. Guðfinnsson er sá eini sem sækist eftir fyrsta sætinu.

Einar Kristinn segir að í ljósi þeirra breytinga sem verða á flokknum, þar sem Sturla Böðvarsson hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri og Herdís Þórðardóttir ætlar heldur ekki að bjóða sig fram heldur, þá sækist hann eftir að leiða listann.

Aðrir sem  sækjast eftir sætum á framboðslista flokksins í kjördæminu eru:
Bergþór Ólason frá Akranesi  en hann sækist eftir öðru sæti. 
Örvar Már Marteinsson, Snæfellsbæ, sækist eftir 3.-5. Sæti.
Karvel L. Karvelsson, Borgarfirði, sækist eftir einu af efstu sætunum.
Eydís Aðalbjörnsdóttir, Akranesi, sækist eftir öðru sæti.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri á Tálknafirði sækist eftir einu af tveimur efstu sætunum.
Þórður Guðjónsson fótboltakappi Akranesi sækist eftir 1.-3. Sæti.

Garðar Víðir Gunnarsson sem rekur ættir sínar á Krókinn, sæktist eftir þriðja sæti listans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir