Nóg um að vera sl. viku á Hlíðarendavelli

Verðlaunahafar á Opna Steinullarmótinu. Mynd tekin af Facebook-síðu GSS
Verðlaunahafar á Opna Steinullarmótinu. Mynd tekin af Facebook-síðu GSS

Það hefur verið nóg um að vera á golfvellinum á Króknum sl. viku en Opna Steinullarmótið fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 3. ágúst, 8. Hard Wok háforgjafarmótið var haldið á þriðjudaginn og Esju mótaröðin var haldin í gær, miðvikudag. Það er svo ekkert lát á því í dag fer fram styrktarmót fyrir Önnu Karen og svo er Norðurlandsmótaröðin fyrir ungu kylfingana á sunnudaginn. 

á Opna Steinullarmotinu var þátttakan afar góð, 64 kylfingar skráðir til leiks svo uppselt var í mótið. Keppt var í þremur flokkum, með og án forgjafar. Í opnum flokki, punktakeppni með forgjöf voru veitt verðlaun fyrir efstu 10 sætin og röðuðust þau þannig:  

  1. Hlynur Freyr Einarsson GSS, 40 punktar.
  2. Guðmundur Ragnar Sverrisson, Golfklúbbi Brautarholts, 39 pkt.
  3. Guðmundur Ragnarsson GSS, 37 punktar
  4. Tómas Bjarki Guðmundsson GSS, 36 punktar
  5. Dagbjört Sísí EinarsdóttirGSS, 36 punktar
  6. Rafn Ingi Rafnsson GSS, 36 punktar
  7. Halldóra Andrésdóttir Cuyler GSS, 36 punktar
  8. Friðjón Bjarnason GSS, 35 punktar
  9. Hafdís Skarphéðinsdóttir GSS, 35 punktar
  10. Arnar Skúli Atlason GSS, 35 punktar.
Auk þess var keppt í karla og kvennaflokki í punktakeppni án forgjafar. Þar sem verðlaunað var fyrir efstu þrjú sætin. Í karlaflokki stóðu efstir:
  1. Hlynur Freyr Einarsson GSS, 34 punktar
  2. Ólafur Auðunn Gylfason GA, 33 punktar
  3. Brynjar Örn Guðmundsson GSS, 31 punkt.
Og í kvennaflokki:
  1. Dagbjört Sísí Einarsdóttir GSS, 27 punktar
  2. Una Karen Guðmundsdóttir GSS, 26 punktar
  3. Árný Lilja Árnadóttir GSS, 26 punktar.
Að auki voru veitt nándarverðlaun á 6./15. holu og þau hlaut Halldóra Andrésdóttir Cuyler með 76 cm auk þess sem verðlaunað var fyrir að vera næst holu í 2. höggi á 9./18. og það var Hlynur Freyr Einarsson  sem var 79 cm frá holu. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju árangurinn, þökkum öllum kylfingum fyrir þátttökuna og síðast en ekki síst er Steinull þakkað fyrir veittan stuðning við mótahaldið.
 

Þá var 8. Hard Wok háforgjafarmót haldið á þriðjudaginn í ágætis golfverðri. Þar tóku 25 einstaklingar þátt og voru átta einstaklingar með 20 punkta eða fleiri. Sigurvegari mótsins var Guðlaugur Skúlason með 28 punkta. Við óskum honum til hamingju með sigurinn. 

Sjöunda mót Esju mótaraðarinnar fór fram i gær, miðvikudaginn 7. ágúst. Það voru 35 kylfingar skráðir til leiks og úrslit eftirfarandi:
Punktakeppni í opnum flokki án forgjafar, sigraði Hákon Ingi Rafnsson með 35 punkta.
Kvennaflokkinn, punktakeppni með forgjöf, sigraði Halldóra Andrésdóttir Cuyler með 38 punkta.
Hákon Ingi var einnig efstur í karlaflokki, punktakeppni með forgjöf, með 38 punkta, en þar sem ekki er hægt að vinna verðlaun beggja flokka (með og án forgjafar) er vinningshafi karlaflokks Þorvaldur Gröndal sem einnig var með 38 punkta.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir