Nóg um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar

Hér má sjá strákana í A-riðlinum. Myndir teknar af Facebook-síðu Pílukastfélags Skagafjarðar
Hér má sjá strákana í A-riðlinum. Myndir teknar af Facebook-síðu Pílukastfélags Skagafjarðar
Fyrsta mót Kaffi Króks mótaraðarinnar fór fram þriðjudagskvöldið 24. sept. og tóku fimmtán manns þátt að þessu sinni. Stemningin var góð og keppt var í þremur riðlum. Að þeim loknum var leikið til úrslita í hverjum riðli fyrir sig og enduðu leikar þannig að í C-riðli var Heiðar Örn sigurvegari. Í B-riðli sigraði  Alexander Franz og í A-riðli var það svo Jón Oddur sem stóð uppi sem sigurvegari, glæsilega gert hjá þeim.  
 
Á föstudaginn, 27. sept., kl. 19:30 fer fram tvímenningsmót hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar en það virkar þannig að dregið er í lið fyrir hverja umferð. Hver leikmaður fær þrjú líf og missir eitt líf þegar hann tapar leik. Spilað verður þangað til að tveir leikmenn standa eftir á lífi. Mjög skemmtilegt leikfyrirkomulag og hvetur Pílukastfélagið alla til að taka þátt bæði félagsmenn og þá sem ekki eru í félaginu. 
 
Í gærkvöldi, miðvikudaginn 25. sept. fór fram konukvöld í húsnæði Pílukastfélagsins og mættu rúmlega 20 konur á svæðið til að hafa gaman saman. Þá hefur mótanefnd sett á kvennamót miðvikudaginn 9. okt. sem verður með sama hætti og tvímenningsmótið. Nú er um að gera að bretta upp ermar og skrá sig því það er engin skylda að vera í félaginu til að geta tekið þátt.
 
Það má því með sanni segja að það sé nóg um að vera hjá félaginu þetta haustið og alltaf gaman að sjá sem flesta og hvað þá ný andlit.
 
 
B - riðill                                                                             C-riðill
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir