Nína og Beebee mæta á Drangey Music Festival
Þá er tæpur mánuður í tónlistarhátíð sumarsins á Norðurlandi, Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar, sem verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní nk. Ný tónlistaratriði hafa bæst við dagskránna en Stebbi og Eyfi og Beebee and the bluebirds ætla að stíga á svið hátíðarinnar, auk strákanna í Úlfur Úlfur, Retro Stefson og Sverri Bergmann.
„Þá félaga Stefán Hilmarsson og Eyjólf Kristjánsson þarf ekkert að kynna og óhætt að lofa því að hin 25 ára gamla Nína mun fá að hljóma á Reykjum. Hljómsveitina Beebee and the bluebirds leiðir söngkonan og gítarleikarinn Brynhildur Oddsdóttir, sveitin hefur starfað síðan 2010 og vakið verðskuldaða athygli fyrir hressandi og hugljúft blúsrokk. Áður var búið að tilkynna um drengina frábæru í Úlfur Úlfur, Sverri Bergmann og stórsveitina Retro Stefsson sem er einmitt nýbúin að senda frá sér nýtt og frábært lag,“ segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.
Það verður því sannkölluð tónlistarveisla á Reykjum á Reykjaströnd laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi, þar er kaffihús og tjaldsvæði, auk Grettislaugar og útsýnið til Drangeyjar er glæsilegt.
Miðasala er hafin á midi.is og fólk er hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma.
Til upprifjunar er myndaalbúm frá síðustu tónlistarhátíð látið fylgja með.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.