Nína Júlía vann sinn flokk á Unglingalandsmótinu

Nína Júlía rétt áður en haldið var til keppnis.
Nína Júlía rétt áður en haldið var til keppnis.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Unglingalandsmótið í ár er haldið í Borgarnesi og verður setningarathöfnin haldin í kvöld. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og keppt er í 18 keppnisgreinum. Ýmiss konar afþreyingar er einnig í boði og skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um 1000 ungmenni eru á svæðinu og eru 40 þátttakendur frá UMSS skráðir til leiks og 24 keppendur fyrir hönd USAH. Keppni hófst í golfi í gærkvöldi í frábæru veðri á Hamarsvelli og voru þrír þátttakendur mættir frá UMSS. Fyrsti keppandi mótsins fyrir hönd UMSS gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk og var hin brosmilda og káta Nína Júlía Þórðardóttir þar á ferðinni, frábær árangur hjá henni. 

Þeir Sigurbjörn Darri og Brynjar Morgan voru einnig að keppa fyrir hönd UMSS og gekk svona upp og niður en í heildina litið var þetta hin mesta skemmtun og gaman að vera með þá sérstaklega að prufa að spila á nýjum velli. Feykir hvetur þá sem eru á svæðinu að taka myndir af krökkunum í leik og starfi og senda á feykir@feykir.is því það er alltaf gaman að heyra hvernig ungu kynslóðinni gengur á þessu móti. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir