Nesnúpur með lægsta tilboð í viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra

Fyrirhuguð viðbygging Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd af hunathing.is.
Fyrirhuguð viðbygging Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd af hunathing.is.

Nesnúpur ehf. var með lægsta tilboð í uppsteypu viðbyggingar Grunnskóla Húnaþings vestra en opnun tilboða fór fram föstudaginn 24. apríl sl. í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Að sögn Björns Bjarnason, rekstrarstjóra umhverfissviðs sveitarfélagsins,standa viðræður við lægstbjóðanda yfir og verið að útvega frekari gögn.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 170.638.000 kr. og bárust eftirfarandi tilboð í verkið:
Aðalból byggingafélag ehf.   197.550.179    115,8%
Alefli ehf.       177.804.804    104,2%
Raflína ehf og Reynd að smíða ehf. 220.949.260    129,5%
Nesnúpur ehf .            148.843.264    87,2%

Útboð fyrir raflagnir og pípulagnir verður lokað en eftirtöldum aðilum var gefinn kostur á að bjóða í verkin:
Pípulagnir: Stefánsson ehf. og N1 pípari ehf.
Raflagnir: Tengill ehf., Átak rafmagnsverkstæði ehf., Ingimar Sigurðsson og Raflína ehf.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir