Nes listamiðstöð lofar góðu
Aðalfundur Ness listamiðstöðvar fór fram á dögunum en þar kom meðal annars fram að fyrsta starfsár miðstöðvarinnar lofar góðu fyrir framhaldið.
-Það er ljóst að listamiðstöðin þarf aukalega 2 milljónir í rekstrarstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd til þess að lifa árið af en það er svo sem í samræmi við það sem menn höfðu áður lagt upp með. Við gerðum okkur í upphafi grein fyrir því að verkefnið yrði allt að þremur árum að sanna, segir Magnús B. Jónsson. sveitarstjóri á Skagaströnd.
Magnús segir að til þess að gera Nes listamiðstöð arðbæra þurfi heldur að fjölga þeim listamönnum sem hana sæki en áskókn hefur engu að síður verið framar vonum. -Við þurfum að fjölga listamönnum heldur og erum að vinna í því. Atvinnuleysissjóður hefur styrkt okkur þannig að unnt var að ráða í heilt stöðugildi auk þess sem við erum með forstöðmann í hálfri stöðu. Miðstöðin hefur skilað mjög jákvæðum áhrifum inn í samfélagið og á örugglega erftir að gera það áfram, segir Magnús. -Ef okkur ber gæfa til þess að leyfa henni að vaxa með hæfilegum hraða þá tel ég að Nes listamiðstöð geti haft áframhaldandi góð áhrif hér á svæðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.