Nemendur styðja ABC barnahjálp

Nemendur í 6. bekk Árskóla verða á ferðinni næstu daga þar sem þau munu safna fé til styrktar ABC barnahjálp.

Krakkarnir fengu afhenta söfnunarbauka í dag og hafa þau skipt bænum bróðurlega á milli sín. Íbúar Sauðárkróks meiga því eiga von á að krakkarnir banki upp á og biðji um framlag. Feykir.is minni á að molar eru líka brauð og margt smátt verður að einu stóru því þarf ekki að vera um stórar upphæðir að ræða heldur frjáls framlög frá hverjum og einum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir