Náttúruverndarsjóður Pálma í Hagkaup tekur til starfa

Um þessar mundir er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum um styrki í Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar. Stjórn sjóðsins skipa Lilja Pálmadóttir, Hofi formaður, Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands og Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum.

Yfirskrift sjóðsins er Virðing – Vægi – Verðmæti. Markmiðið með sjóðnum er að auka almenna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið.

Markmiði þessu verði náð með því að styrkja verkefni sem fást við sköpun og miðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi.

Einu sinni á ári verður veitt úr sjóðnum allt að 25 milljónum króna. Skilafrestur umsókna að þessu sinni er 15. apríl.

Allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu sjóðsins: www.natturuverndarsjodur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir