Námsgögn ókeypis í grunnskólum Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður
10.08.2017
kl. 11.53
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að námsgögn í grunnskólum Skagafjarðar verði kostnaðarlaus frá og með næsta skólaári.
Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að með þessari ákvörðun bætist Sveitarfélagið Skagafjörður í hóp þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa ákveðið að bjóða nemendum sínum ókeypis námsgögn.
Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að Sveitarfélagið taki þátt í útboði Ríkiskaupa vegna kaupa á þeim námsgögnum sem algengust eru. Það mun ekki vera rétt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.