Næstum helmings lækkun á kyndingu

Vigdísarstaðir

Nýlega var tekin í notkun varmadæla á bænum Vigdísarstöðum í Húnaþingi vestra en fram að því höfðu ábúendur notast við olíukyndingu með tilheyrandi kostnaði. Var bóndinn á bænum á nota um 4000 lítra af olíu á ári til kyndingar en á síðasta ári kostaði það um 400.000 krónur.
Fyrirtækið Varmavélar setti upp varmadæluna á Vigdísarstöðum og má Sigurgeir Magnússon, bóndi þar, gera ráð fyrir að lækkun reiknings vegna kyndingar upp á krónur 258 þúsund þetta árið.

Stofnkostnaður er um 550 þúsund krónur og endurgreiðslutími hans 25,6 mánuðir miðað við orkusparnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir