Myrkrið nálgast

Nú er haustið að ganga í garð, dagarnir að styttast og næturmyrkrið

Þá er samfélaginu boðið  að taka þátt að kanna myrkrið. Sýningin verður haldin í Hillebrandtshúsi í gamla bænum á Blönduósi og hefst á Hrekkjavöku (31. október). Við hvetjum gesti til að koma með vasaljós, en einnig verða þau í boði á staðnum. Við hvetjum fólk til að mæta í búningum, og allir, á öllum aldri, eru velkomnir. Léttar veitingar verða í boði, aðallega sælgæti til að fagna Hrekkjavöku! Við vonumst til að sjá þig, hvort sem listamann eða sem gest.

„Nú þegar haustið er að ganga í garð, dagarnir að styttast og næturmyrkrið að færast yfir, eru dimmari tímar í vændum. Fyrir mig, sem er ekki fædd eða uppalin hér, er þetta enn nýtt, en ég veit að ég er ekki ein um að þrá að ljósið snúi aftur.“ segir Morgan. Þessi sýning býður listamönnum að velta fyrir sér hvað myrkrið þýðir fyrir þá. Myrkrið getur verið ógnvekjandi eða náið, fallegt og gefið tækifæri til samveru. Það getur einnig verið eyðileggjandi og valdið sundrung. Myrkrið getur leitt fram verur sem laumast í skuggunum eða birst á tunglbjörtu landslagi. Myrkrið getur líka búið innra með okkur og sagt að við séum ekki nóg eða að reiði sé eina leiðin til að lifa af. Hvernig sem þú hugsar um það, viljum við að listamenn rannsaki myrkrið og deili upplifun sinni með samfélaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir