Myndlistasýning opnar í nýju galleríi á Skagaströnd í dag

Í sölum Salthússins á Skagaströnd, hinu nýja gistiheimili að Einbúastíg 3, hafa nú verið skipulagðar myndlistarsýningar á þessu ári og hefur sýningarrýmið fengið nafnið Salthús gallerí. Fyrsta sýning ársins verður opnuð í dag, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17.-19 og er það Mia Hochrein myndlistarkona, sem ríður á vaðið og sýnir þar myndaröðina „Lost Place,“ sem tekin var í Salthúsinu sumarið 2016.

Um verkin sín segir Mia: „Gamlar byggingar sem standa tómar heilla mig, því þær segja sögu íbúanna og bakgrunn þeirra. Fyrir mér viðist viðfangsefnið þ.e. byggingin lifna við þegar ég geng í gengum hana og ég finn alltaf falda fjársjóði eða fegurð þar sem aðrir sjá aðeins ljótleika eða nytsemi. Í leit minni sækist ég eftir þessari ró og földum bakgrunni sem slíkar byggingar bera með sér. Þegar ég hef fangað það augnablik, yfirfæri ég það í myndverk og þar með tilfinninguna samfara því að horfa og þannig eignast viðfangsefnið nýtt líf eða tilvist.“

Sjá nánar á http://salthus.is/is/heim/galleri/  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir