Myndir frá golfmóti burtfluttra Skagfirðinga
Í gær var frétt af úrslitum í golfmóti burtfluttra Skagfirðinga sem fram fór í Borgarfirði nú um helgina. Nú hafa okkur borist myndir frá mótinu og einhver smá möguleiki að einhverjir hafi gaman af því að kíkja á myndirnar. Það er Björn Jóhann sem fær heiðurinn af framtakinu.
Fleiri fréttir
-
Krækjurnar eru bestar :)
Helgina 14. og 15. febrúar fór fram hið árlega blakmót í Fjallabyggð, Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar, og er þá spilað bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Krækjurnar á Króknum létu sig ekki vanta á þetta frábæra mót og skráði tvö lið til leiks. Bæði liðin spiluðu fimm leiki hvor, A-liðið í 1. deild og B-liðið í 5. deild, og fóru leikar þannig að Krækjur A sigruðu sinn riðil og enduðu því í 1. sæti á mótinu.Meira -
Raðhúsið nýja á Blönduósi til sýnis á föstudaginn
Á Blönduósi er nú risið vandað sex íbúða viðhaldslétt raðhús við Flúðabakka 5, (63-98 m2), sérhannað fyrir eldri borgara. Framkvæmdaaðilar eru vel sáttir með hvernig til hefur tekist og nú er komið að því að sýna áhugasömum íbúðirnar því það verður opið hús nk. föstudag 28. febrúar milli 14-16 að Flúðabakka 5 og söluferlið því að hefjast.Meira -
Lögreglan á Norðurlandi vestra kynnir niðurstöður úr könnun
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 25.02.2025 kl. 13.10 siggag@nyprent.isÁ heimasíðu Lögreglunnar voru nýlega birtar niðurstöður könnunar um reynslu almennings af afbrotum og viðhorf til lögreglu, sem framkvæmd var síðasta sumar. Úrtakið var 4482 einstaklingar sem voru af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Má þar lesa að rúmlega 90% íbúa á Norðurlandi vestra telja lögreglu sinna mjög góðu eða frekar góðu starfi og er sýnileiki lögreglu með ágætum segja um 87% íbúa, þ.e. að þeir sjá lögreglu vikulega eða oftar í sínu hverfi eða byggðalagi samanborið við 44% allra landsmanna.Meira -
Slökkviliðsmenn Húnaþings vestra þjálfaðir upp í vettvangsliða
Undanfarinn mánuð hafa slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Húnaþings vestra setið bóklegt og verklegt námskeið í Vettvangshjálp, First Responder. Um liðna helgi fór fram verkleg kennsla sem lauk með verklegum og bóklegum prófum.Meira -
Skagfirska mótaröðin- Fimmgangur og Slaktaumatölt
Annað mót í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 1. mars næst komandi kl. 10:00. Skráningu fyrir mótið líkur 23:59 miðvikudaginn 26. febrúar. Keppt verður í Fimmgangi og Slaktaumatölti.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.