Myndir frá brautskráningu FNV

Eins og áður hefur komið fram hér á Feykir.is voru skólaslit við FNV nú á laugardaginn og við það tækifæri brautskráðist 121 nemandi við skólann. Athöfnin tókst bráðvel og var ljósmyndari Feykis á staðnum og náði stemningsmyndum á meðan á myndatöku og athöfn stóð.

Kammerkór Skagafjarðar söng við athöfnina og tríóið Funk That Shit! flutti tvö lög, það síðara ásamt söngkonunni Ingunni Kristjánsdóttur. Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari stjórnaði samkomunni en Ingileif Oddsdóttir skólameistari setti athöfnina og Ásbjörn Karlsson áfangastjóri flutti vetrarannál. Elísa Björk Einarsdóttir og Helga Sigurbjörnsdóttir fluttu ávarp brautskráðra nemenda, Lilja Gunnlaugsdóttir flutti ávarp 10 ára stúdenta, Arnbjörn Ólafsson flutti ávarp 20 ára stúdenta og loks flutti Alfreð Guðmundsson ávarp 30 ára stúdenta.

Feykir óskar skólafólki til hamingju með áfangann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir