Myndasyrpa frá setningu Sæluvikunnar
Sæluvika – lista- og menningarhátíð í Skagafirði – var sett við athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 14 í gær en þar fór fram sýningin Lífsins gæði og gleði sem tókst með miklum ágætum. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur þegar Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri setti Sæluna.
Við þetta tilefni söng Karlakórinn Heimir nokkur lög, Páll Friðriksson kynnti úrslitin í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga, krakkar í 10. bekk Árskóla sýndu peysur frá Alþýðulist og strengjasveit frá Tónlistarskóla Skagafjarðar lék.
Þá skrifuðu Selma Barðdal forstöðumaður Vinaverkefnis og Jón Daníel Jónsson formaður UMSS undir sáttmála gegn einelti í Skagafirði.
Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni og setningunni >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.