Mjög góð viðbrögð við forsölu á Landsmót á Hólum

Frá undirritun samnings um Landsmót á Hólum 2016. Mynd: KSE
Frá undirritun samnings um Landsmót á Hólum 2016. Mynd: KSE

Forsala aðgöngumiða á Landsmót hestamanna sem fram fer á Hólum næsta sumar gengur mjög vel að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar framkvæmdastjóra mótsins.  Heiðar segir að ákveðið hafi verið að bjóða sérstaklega hagstætt verð á aðgöngumiðum til áramóta.

„Nú er hægt að fá vikupassa á mótið á 11.900 kr. en fullt verð á sama passa þegar mótið hefst verður 21.900 kr, en frá áramótum og fram að móti kostar hann 15.900. Einnig var ákveðið að koma til móts við fjölskyldur sem vilja koma á mótið með því að lækka verulega verð á vikupössum fyrir unglinga en þeir kosta aðeins 3.900 núna til áramóta og það verður frítt fyrir börn undir 14 ára aldri. Þetta hefur fallið vel í kramið og forsala er töluvert meiri á þessum tíma en verið hefur fyrir síðustu mót, áhuginn er ekki bundinn við Ísland því að um 40% af kaupendunum eru erlendis,“ segir Heiðar. 

Á næstu dögum munu gestir geta keypt afmarkaða reiti á tjaldstæðum mótsins með aðgangi að rafmagni og þá gefst kaupendum nú kostur á að fá falleg gjafabréf með miða á Landsmót, en þeir virðast ætla að verða vinsæl jólagjöf þessi jólin.  Miðasala fer fram inn á vefnum landsmot.is og á tix.is 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir